Þegar bornar eru saman hagstærðir yfir langt tímabil, vísitölur, gengi, vextir o.fl., er eðlilegast að nota neysluverðsvísitölu sem grunn til að fá fram raunhæfan samanburð, þar sem búið er að leiðrétta fyrir verðlagsbreytingum. Þá er neysluverðsvísitalan notuð sem lárétta línan í línuritum. Í alltof mörgum tilfellum er það íslenska krónan sem er í því hlutverki. Þegar verðbólga er mikil verða slík línurit ólæsileg þar sem flestar línur rísa mjög bratt og gefa ekki rétta mynd af raunverulegu verðmæti bak við línurnar. Lóðrétti ásinn sýnir hlutfallslega breytingu frá láréttu línunni 100,00.

Miðast við neysluverðsvísitölu (lárétta línan)
Launavísitalan, eða kaupmáttur launa sem stendur nú í 200 hefur því hækkað um 100% frá 1991. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu stendur í ca. 270 og hefur því hækkað um 170% umfram verðtryggðu lánin sem fylgja láréttu línunni. Verðmæti íslensku krónunnar hefur lækkað um ca. 75% á sama tíma. Verðmæti evru og dollars hafa lækkað um 50% og 40%. Þeir sem hafa tapað á verðtryggðu lánunum eru þeir sem keyptu húsnæði frá miðju ári 2004 til 2009 og misstu húsnæðið vegna bankahrunsins eða seldu á næstu árum á eftir. Skuldir heimilanna hafa hækkað um ca. 350% á sama tíma.

Miðast við íslensku krónuna (lárétta línan)
Eins og sést vel hér fylgdi íslenska krónan að mestu leyti evrunni í 18 ár fyrir bankahrunið og einnig í 14 ár eftir það. Gengi íslensku krónunnar féll hins vegar um ca. 50% árið 2008. Sveiflur gengis milli íslensku krónunnar og evru og dollars á þessum tímabilum eru ekki meiri en sveiflur milli evru og dollars.

Miðast við evru (lárétta línan)
Svona líta sveiflur í íslenska hagkerfinu út, séð frá íbúum evrulanda

Miðast við neysluverðsvísitölu (lárétta línan)
Hér sést vel fall íslensku krónunnar fyrir tíma verðtryggingar. Gengisfall krónunnar (bláa línan) frá árinu 1950 til 1974 er um það bil 35 sinnum meira en sést á þessari mynd. Til að sýna það, þarf lóðrétti ásinn að ná upp í 170.000 í stað 5.000.

Miðast við íslensku krónuna (lárétta línan)

Miðast við íslensku krónuna (lárétta línan)
Gengi óbreytt í 14 ár frá árinu 2009.

Raunvextir frá 2001. Miklar sveiflur frá 12% niður í -4%.